BH 50 ára

Badmintonfélag Hafnarfjarðar varð 50 ára í gær.  Badmintonsamband Íslands óskar BH innilega til hamingju með afmælið og vonar að félagið haldi áfram að vaxa og dafna í framtíðinni. 

Mikið er um að vera í tilefni af stórafmælinu og má þar helst nefna afmælismót BH sem verður haldið um helgina í Strandgötunni. 

Á laugardagskvöldinu verður síðan hátíðardagskrá með kvöldverði og skemmtun. 

Smellið hér til að kynnast betur sögu Badmintonfélags Hafnarfjarðar. 

Á afmælismót BH eru skráðir 67 leikmenn frá 5 félögum, BH, ÍA, TBR og UMFA.  Auk þess spila fjórir einstaklingar frá Danmörku á mótinu.  Á föstudaginn verður keppt fram í undanúrslit í einliðaleik karla og ein umferð í einliðaleik kvenna. Á laugardaginn hefst keppni klukkan 9 og byrjað verður á tvenndarleik.  Úrslitaleikir hefjast um klukkan 14:30 og verðlaunaafhending er áætluð um klukkan 16:30. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 8. oktober, 2009
mg