Unglingamót TBA er um helgina

Unglingamót TBA verður haldið um næstu helgi á Akureyri. 

Alls munu 81 badmintonspilarar keppa á mótinu frá 5 félögum, Samherja, TBA, TBR, TBS og UMFA. 

Keppnin hefst á laugardagsmorgninum klukkan 10 og keppt er fram að undanúrslitum.  Undanúrslit og úrslit fara fram á sunnudaginn. 

Keppt er í aldursflokkunum U13 til U17 en enginn keppandi skráði sig í U19.

Skrifađ 8. oktober, 2009
mg