Broddi Kristjánsson er heimsmeistari

Broddi Kristjánsson hampaði í morgun heimsmeistaratitli í einliðaleik karla í badminton í aldursflokknum 45 - 50 ára. 

Hann sigraði Danann Kim Brodersen í oddalotu en Brodersen var í upphafi mótsins talinn sigurstranglegastur. Fyrstu lotunni tapaði Broddi 13-21 en vann síðan næstu tvær 21-15 og 21-14. 

Broddi hefur 43 sinnum orðið Íslandsmeistari í badminton, 14 sinnum í einliðaleik, 20 sinnum í tvíliðaleik og 9 sinnum í tvenndarleik.  Þá hefur hann 167 landsliði fyrir Íslands hönd auk þess sem hann spilaði á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. 

Glæsilegur árangur það! 

Badmintonsamband Íslands óskar Brodda hjartanlega til hamingju með sigurinn.

 

Skrifađ 3. oktober, 2009
mg