Broddi og Ţorsteinn úr leik í tvíliđaleik á Heimsmeistaramóti öldunga

Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson töpuðu tvíliðaleik sínum gegn Wattana Ampunsuwan og Narong Vanichitsarakul frá Taívan í morgun 21-9 og 21-16. 

Þar með lauk keppni Brodda og Þorsteins í tvíliðaleik á Heimsmeistaramóti öldunga á Spáni en þeir spiluðu fram í 8 liða úrslit í aldursflokknum 40 ára og eldri. 

Broddi spilar einliðaleik á móti Dananum Martin Qvist seinna í dag, í undanúrslitum.  Það ræðst því á eftir hvort Broddi komist í úrslitaleikinn á móti Dananum Kim Brodersen. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifađ 2. oktober, 2009
mg