Broddi kominn í 4 manna úrslit á Heimsmeistaramóti öldunga

Broddi Kristjánsson sigraði Tékkann Boris Krais í einliðaleik á Heimsmeistaramóti öldunga, sem fram fer á Spáni þessa dagana, 22-20 og 21-9. 

Með þessum sigri er Broddi kominn í 4 manna úrslit í einliðaleik karla í flokknum 45 ára og eldri. 

Í fjögurra manna úrslitum mun Broddi keppa á móti Martin Qvist frá Danmörku. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

 

Skrifađ 1. oktober, 2009
mg