Broddi sigrađi Frakkann

Broddi Kristjánsson lék í morgun einliðaleik á Heimsmeistaramóti öldunga sem fer nú fram á Spáni.  Hann sigraði örugglega Frakkann Jean-Jacques Bontemps 21-18 og 21-13 í 27 mínútna leik. 

Eftir leikinn er Broddi kominn í 8 manna úrslit í einliðaleik karla.  Hann keppir jafnframt í tvenndarleik ásamt Þorsteini Páli Hængssyni.  Þeir eiga leik í 16 liða úrslitum á morgun, fimmtudag. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifađ 30. september, 2009
mg