Ragna komin í átta liða úrslit í Ungverjalandi

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er komin í áttaliða úrslit á Ungverska Opna mótinu sem fram fer í Búdapest nú um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Í fyrstu umferð sigraði Ragna sænsku stúlkuna Emmu Wengberg 21-16 og 21-17. Í annari umferð sigraði hún indversku stúlkuna Dhanya Nair 21-14 og 23-21.

Átta liða úrslit verða leikin á morgun laugardag en þá mætir Ragna sænsku stúlkunni Emilie Lennartsson. Emilie er önnur besta einliðaleikskona Svía og er númer 97 á heimslistanum. Rögnu lýst ágætlega á andstæðing sinn á morgun en hún segir að það sé mjög heitt í höllinni sem spilað er í.

Hægt er að fylgjast með mótinu á netinu með því að smella hér.

Skrifað 2. nóvember, 2007
ALS