Ragna tapađi fyrir hinni frönsku Lebuhanic

Ragna spilaði sinn annan einliðaleik á Bitburger Open seinni partinn í dag. 

Hún tapaði fyrir hinni frönsku Perrine Lebuhanic 21-17 og 21-17.  Ragna hefur því lokið keppni í mótinu en þau Helgi Jóhannesson töpuðu tvenndarleik sínum 19-21 og 16-21 fyrir Þjóðverjunum Heinz og Deprez fyrr í dag. 

Helgi spilar einliðaleik á morgun, miðvikudag, á móti Dananum Jan O. Joergensen. 

Smellið hér til að sjá fleiri útslit Bitburger Open.

Skrifađ 29. september, 2009
mg