Ragna sigrađi andstćđing frá Tékklandi

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson keppa nú á Bitburger Open mótinu í Luxemburg. 

Ragna og Helgi töpuðu í tvenndarleik á móti þýsku mótherjunum Andreas Heinz og Fabienne Deprez 19-21 og 16-21. 

Ragna sigraði í einliðaleik andstæðing sinn frá Tékklandi, Dominika Koukalova, 21-17 og 21-14.  Hún keppir seinna í dag einliðaleik við Perrine Lebukanic frá Frakklandi. 

Helgi keppir einliðaleik við Jan O. Joergensen frá Danmörku á morgun, miðvikudag.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifađ 29. september, 2009
mg