Broddi og Ţorsteinn unnu í tvíliđaleik

Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson keppa nú á Heimsmeistaramóti öldunga 2009 sem fer fram í Punta Umbria á Spáni. 

Þorsteinn keppti í einliðaleik á móti Japananum Junichi Kadoya og tapaði báðum lotunum, 14-21 og 14-21. 

Broddi og Þorsteinn kepptu í tvíliðaleik á móti Zbigniew Bartosz og Tomasz Pyc frá Póllandi og unnu báðar loturnar 21-3 og 21-11. 

Þeir keppa á móti Aftab Ahmad Khan og Iqbal Ahmed Khawaja frá Pakestan á morgun, mánudag. 

Broddi keppir einnig á morgun á móti Francisco Ruiz frá Spáni í einliðaleik.

Til að sjá önnur úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifađ 27. september, 2009
mg