Sigríđur, Margrét og Rakel ţrefaldir Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmóti unglinga lauk fyrir stundu í TBR húsunum við Gnoðarvog. 

Þrjár stúlkur unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik, þær Sigríður Árnadóttir (U15), Margrét Jóhannsdóttir (U17) og Rakel Jóhannesdóttir (U19). 

Sjö einstaklingar urðu tvölfaldir Reykjavíkurmeistarar.  Þau eru Davíð Bjarni Björnsson (U13) í einliðaleik og tvenndarleik, Alda Jónsdóttir (U13) í einliðaleik og tvenndarleik, Eyþór Andri Rúnarsson (U15) í einliðaleik og tvenndarleik, Gunnar Bjarki Björnsson (U15) í tvíliðaleik og tvenndarleik, Ólafur Örn Guðmundsson (U17) í einliðaleik og tvíliðaleik og Kjartan Pálsson (U19) í tvíliðaleik og tvenndarleik. 

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Sindri Ívarsson (U13) og Vignir Haraldsson (U13) í tvíliðaleik, Kristjana María Steingrímsdóttir (U13) og Lína Dóra Hannesdóttir (U13) í tvíliðaleik, Sigurður Sverrir Gunnarsson (U15) í tvíliðaleik, Jóna Hjartardóttir (U15) í tvíliðaleik, Kristinn Ingi Guðjónsson (U17) í tvíliðaleik, Sara Högnadóttir (U17) í tvíliðaleik, Egill G. Guðlaugsson (U19) í einliðaleik, Jónas Baldursson (U19) í tvíliðaleik og Elín Þóra Elíasdóttir (U19) í tvenndarleik.

Önnur úrslit á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast hér.

Skrifađ 27. september, 2009
mg