Árni Ţór ráđinn landsliđsţjálfari

Gengið hefur verið frá ráðningu Árna Þórs Hallgrímssonar í stöðu landsliðsþjálfara í badminton.  Árni hefur gegnt stöðunni frá því í mars 2007 en samningur hans rann út í lok apríl síðastliðnum.  Nú hefur samningurinn við hann verið endurnýjaður. 

Árni mun sjá um þjálfun unglingalandsliðanna og þjálfun A-landsliðsins. 

Árni hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari 17 sinnum, einu sinni í einliðaleik, 10 sinnum í tvíliðaleik og 6 sinnum í tvenndarleik.  Þá keppti Árni Þór fyrir Íslands hönd í badminton á árum áður.

Evrópukeppni landsliða - Undankeppni Thomas og Uber Cup. Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.

Skrifađ 22. september, 2009
mg