Evrópusambandiđ hefur mikla trú á Rögnu

Það er greynilegt að Badmintonsamband Evrópu hefur mikla trú á því að Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking í Kína á næsta ári. Í grein sem þeir birta á heimasíðu sinni um Ungverska Opna er fullyrt að Ragna muni vinna sér þátttökurétt á leikunum. Sagt er í greininni að þrátt fyrir að hún sé nær örugg inná leikana muni hún líklega gera sitt besta á þessu móti enda líka verið að keppa um sigur á Evrópumótaröðinni.

Þrátt fyrir að Ragna standi vel á heimslistanum þessa dagana er ekkert gefið fyrr en að Ólympíutímabilinu lýkur 1.maí 2008. Fram að þeim tímapunkti mun Ragna ferðast um allan heimin til að tryggja sér sem flest stig á heimslistann.

Smellið hér til að skoða fréttina á heimasíðu Evrópusambandsins.

Skrifađ 2. nóvember, 2007
ALS