Erlendir keppendur á afmćlismóti BH

Badmintonfélag Hafnarfjarðar fagnar 50 ára afmæli þann 7. október næstkomandi. 

Af því tilefni halda BH-ingar afmælismót helgina 9. - 10. október. 

Þar verður hörkukeppni og erlendir keppendur eiga eftir að setja svip á mótið.  Um er að ræða fjóra danska keppendur, tvo karlmenn og tvær konur sem leika með 1. og 2. deildinni í liðakeppninni í Danmörku. 

Að mótinu loknu halda BH-ingar upp á hálfrar aldar afmælið með pompi og prakt, kvöldverði og skemmtun í Turninum í Hafnarfirði.  Öllu badmintonfólki, 18 ára og eldri, gefst kostur á að kaupa miða á hátíðina.

Skrifađ 17. september, 2009
mg