Ţjálfaranámskeiđ

Um leið og æfingabúðir fyrir þátttakendur frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi verða haldnar í október mun verða haldið þjálfaranámskeið. 

Námskeiðið fer fram á Íslandi dagana 12. - 16. október næstkomandi. 

Yfirþjálfari og skipuleggjandi þjálfarabúðanna er Bjarne Nielsen landsliðsþjálfari Grænlands.  Bjarne rekur "Top Direct Danish Badminton Academy" í Danmörku og þjálfaði úrvalfshóp Dana U22 um skeið. 

BSÍ óskar eftir þjálfurum til að taka þátt fyrir Íslands hönd. 

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti framkvæmdastjóra Badmintonsambands Íslands, mg@badminton.is eða í síma 897-4184.

Skrifađ 15. september, 2009
mg