Greve, li­ Tinnu og Magn˙sar, sigra­i Vendsyssel

Tinna Helgadóttir og samherjar í Greve sigruðu Vendsyssel, 4:2, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í badminton á mánudaginn. Tinna, sem leikur aðallega með varaliði félagsins í 2. deild, kom inn í liðið á síðustu stundu þegar Li Wenyan, kínverskur lykilmaður datt út vegna meiðsla. Tinna leysti hana oft af hólmi á síðasta tímabili og stóð sig með ágætum. Hún þurfti fyrir vikið að leika gegn einni bestu badmintonkonu Danmerkur, Christine Sörensen, og tapaði naumlega fyrir henni í hörkuleik, 18:21 og 17:21.
„Ég er mjög ánægður með frammistöðu Tinnu. Hún átti tvær hörkulotur gegn þriðja besta leikmanni Danmerkur og það lofar góðu fyrir veturinn. Við horfum fram á það að Li Wanyan verður lengi frá keppni," sagði Kenneth Jonassen, spilandi þjálfari Greve á vef félagsins.
Tinna verður því áfram í aðalliði Greve sem spilar næst við Team Skælskör-Slagelse á mánudaginn kemur en það lið burstaði Gentofte, 6:0, í fyrstu umferðinni.
Skrifa­ 7. september, 2009
mg