Ragna og Helgi keppa í Luxemburg

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson munu keppa á Bitburger Open mótinu í Luxemburg dagana 29. september - 4. október n.k.  Þau keppa bæði í einliðaleik og saman í tvenndarleik. 

Ragna og Helgi verða í Tékklandi til 27. september að keppa og munu því fara beint frá Tékklandi til Luxemburg. 

Það verður nóg að gera hjá þeim í vetur og á heimasíðu BSÍ verður hægt að fylgjast með þeim. 

Heimasíðu Bitburger Open má nálgast hér.

Skrifađ 3. september, 2009
mg