Broddi og Ţorsteinn Páll á Heimsmeistaramót öldunga

Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson munu í lok september taka þátt í heimsmeistaramóti öldunga (World Senior Championships) í Punta Umbria, Huelva á Spáni. 

Mótið fer fram dagana 27. september til 3. október. 

Broddi og Þorsteinn keppa báðir í einliðaleik og saman keppa þeir í tvíliðaleik. 

Fréttir af mótinu munu birtast á heimasíðu BSÍ. 

Smellið hér til að sjá heimasíðu mótsins.

Skrifađ 2. september, 2009
mg