Ragna til keppni á ný

Í september mun Ragna Ingólfsdóttir hefja aftur keppni eftir meiðsli.  Fyrsta mótið sem hún tekur þátt í er í Tékklandi og fer fram dagana 24. - 27. september. 

Fjórir Íslendingar taka þátt í mótinu en þeir eru auk Rögnu Helgi Jóhannesson, Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson. 

Ragna og Helgi keppa í tvenndarleik og Bjarki og Daníel keppa í tvíliðaleik.  Að auki keppa þau öll í einliðaleik. 

Mótið er partur af alþjóðlegu mótaröðinni. 

Fréttir af gengi Íslendinganna munu birtast á heimasíðu BSÍ á meðan mótinu stendur. 

Smellið hér til að sjá heimasíðu mótsins.

Skrifađ 1. september, 2009
mg