Iceland Express International - ni­urr÷­un

Alþjóðlega badmintonmótið Iceland Express International fer fram í TBR húsunum 8.-11.nóvember næstkomandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og er nú haldið í níunda sinn.

Búið er að draga í mótið en þó á eftir að fá staðfestingu yfirdómara á niðurröðuninni. Hægt er að skoða óstaðfesta niðurröðun með því að smella hér. Tímasetningar verða væntanlega komnar inn í niðurröðunina og endanlega staðfesting á því að hún sé rétt á mánudag.

Mótið hefst kl. 13.30 fimmtudaginn 8.nóvember á undankeppni í einliðaleik karla. Föstudaginn 9.nóvember hefst svo mótið sjálft kl. 11.00 en þann dag verður leiki fram í átta liða úrslit í öllum greinum. Nánari dagskrá má sjá með því að smella hér.

Skrifa­ 2. nˇvember, 2007
ALS