Fréttir af Helga

Helgi Jóhannesson íslandsmeistari í badminton mun keppa í vetur með Randers í Danmörku. 

Randers er í annarri deild eins og Greve sem systkinin Magnús og Tinna Helgabörn æfa og keppa með. 

Helgi mun æfa áfram með TBR en fara til Danmerkur nokkrum sinnum í vetur til að keppa með Randers. 

Það verður spennandi að fylgjast með honum í vetur.

Að auki munu Helgi og Ragna Ingólfsdóttir fara á nokkur mót erlendis til keppni.  Við verður að sjálfsögðu með fréttir af þeim á heimasíðu BSÍ þegar þau mót standa yfir.

Skrifað 20. ágúst, 2009
mg