Ţolţjálfun landsliđs - ćfing í kvöld

Stefán Már Ágústsson frjálsíþróttaþjálfari setti upp þolþjálfunarprógramm fyrir landsliðshópinn í badminton fyrr í sumar. 

Landsliðsfólk hefur verið að byggja upp betra þol í sumar en ekki á skipulögðum landsliðsæfingum. 

Í kvöld heldur þolþjálfunin áfram undir stjórn Stefáns.  Hann verður með æfingar næstu 3 mánudaga klukkan 19 í TBR húsunum við Gnoðarvog. 

A-landsliðshópurinn og U19 landsliðshópurinn eru boðaðir á þessar æfingar.

Skrifađ 17. ágúst, 2009
mg