Enska landsliđiđ í badminton hćttir viđ ţátttöku í HM vegna sprengjuhótunar

nska landsliðið í badminton hefur ákveðið að taka ekki þátt í heimsmeistaramótinu í Hyderabad á Indlandi vegna sprengjuhótunar.

Skotar og Walesverjar taka hins vegar þátt, enda mun hótunin hafa beinst að Englendingum. Formaður Badmintonsambands Skotlands segir að Englendingar hafi brugðist full harkalega við með því að hætta við þátttöku í mótinu.

Sprengjuhótunin kom frá hryðjuverkasamtökunum Lashkar-e-Taiba (LeT) fyrir nokkrum dögum. Formaður Badmintonsambands Englands segist vonsvikinn. Leyniþjónusta Bretlands taki hótanir sem þessa mjög alvarlega og ekki sé á það hættandi að fara til Indlands með landsliðið og fylgdarmenn.

Thomas Lund, talsmaður Alþjóðabadmintonsambandsins sagðist virða ákvörðun Englendinga en sagði óheppilegt að þeir hefðu dregið sig út úr keppni áður en farið hefði verið yfir öryggisgæslu á mótinu og aðgerðri sem gripið verður til í ljósi hótana Lashkar-e-Taiba samtakanna.

Átta leikmenn enska landsliðsins í badminton hafa dvalið í Doha í Qatar undanfarna viku, ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki, vegna undirbúnings fyrir HM.

„Leikmenn okkar voru virkilega vel undirbúnir fyrir mótið en þegar allt kemur til alls skiptir öryggi okkar fólks meira máli en árangurinn,“ segir Adrian Christy, talsmaður landsliðs Englendinga.

Lashkar-e-Taiba (LeT) hryðjuverkasamtökin, hafa bækistöðvar í Urdu í Pakistan, skammt frá landamærum Afganistans. Samtökin berjast gegn yfirráðum Indverja í Kasmír. LeT er talið bera ábyrgð á fjölda hryðjuverka á Indlandi. Að minnsta kosti 165 létust í hryðjuverkaárás LeT í Bombay í nóvember síðastliðnum. LeT eru sömuleiðis talin bera ábyrgð á hryðjuverkaárás í Nýju Delí, höfuðborg Indlands í október 2005 en þá létust a.m.k. 60 manns.

Sjá frétt á mbl.

Skrifađ 11. ágúst, 2009
mg