Fjórði dagur Nordic Camp

Fyrsta æfing dagsins var tvíliðaleiksæfingar þar sem aðaláherslan var á færslur á vellinum. Æfingin gekk vel og allir lærðu nýja hluti.

Þar á eftir var hádegismatur og svo strax seinni æfing dagsins hjá Erik Piispa. Í þeirri æfingu var haldið áfram að æfa hvernig á að beita líkamanum og var farið ítarlegra út í hreyfingar og samhæfingu líkamans.

Um klukkan 14 var síðan lagt af stað inn í miðborg Helsinki og krakkar og þjálfarar fengu að sjá bæinn, kíkja í búðir og annað slíkt. Allir voru ánægðir með tilbreytinguna og að sjá aðra hluti en íþróttahús og hótel. Bæjarferðin heppnaðist vel þrátt fyrir dágóðan hita úti fyrir.

Um kvöldið var farið út að borða og í göngutúr.

Skrifað 10. ágúst, 2009
mg