Þriðji dagur Nordic Camp

Fyrsta æfing dagsins var styrktaræfing með þjálfara finnska Frjálsíþróttasambandsins.

Eftir hana var farið í klukkutíma einstaklingsþjálfun með krökkunum þar sem þau unnu á veikleikum sínum.

Í hádeginu var frjáls tími á meðan hvíldartíminn stóð yfir. Þann tíma nýttu krakkarnir í að spila tennis.

Seinni æfing dagsins var einliðaleiksæfing. Æfingin snerist um einliðaleik og eftir þær æfingar var farið í spil þar sem krakkarnir stóðu sig með stakri prýði eins og fyrri daginn.

Um kvöldið var farið í diskókeilu og í göngutúr áður en lagt var í háttinn.

Skrifað 8. ágúst, 2009
mg