Fyrsti dagur á Nordic Camp

Fyrsti dagurinn var stór ferðadagur.

Dagurinn hófst klukkan 6 þegar hópurinn hittist í Leifsstöð. Það var seinkun á fluginu og þegar til Finnlands var komið var mikil bið eftir farangrinum.

Fyrir rest komst hópurinn á áfangastað og þar beið þeirra mjög góð aðstaða. Íþróttahúsið er mjög flott, með 20 völlum - öllum með mottum á gólfinu og lýsingin sérhönnuð fyrir badminton! Þetta gerist ekki mikið betra.

Fyrsta æfingin var á léttu nótunum og mikið var um skemmtilega leiki til að hrista hópinn saman og leyfa krökkunum að kynnast. Það gekk það mjög vel að sögn krakkanna.

Um klukkan 21 var svo farið á hótelið þar sem 6 krakkar eru saman í herbergi. Norðmenn eru með Íslendingum í herbergi og Danir og Svíar eru saman. Reynt var að koma sér sem best fyrir áður en lagst var til svefns þar sem fólkið var orðið ansi þreytt eftir langan dag.

Skrifað 8. ágúst, 2009
mg