Magnús Helgason fer til Danmerkur

Magnús Ingi Helgason Íslandsmeistari í tvíliða- og tvenndarleik í badminton er að flytja til Danmerkur.  Hann mun æfa með Greve sem er sami klúbbur og Tinna systir hans æfir með. 

Magnús heldur utan á laugardaginn en mun að sjálfsögðu taka þátt í stórum mótum hérlendis áfram.  Við óskum Magnúsi góðs gengis í Danmörku og hlökkum til með að fylgjast með honum þar.

Skrifað 6. ágúst, 2009
mg