Langir dagar á Nordic Camp

Á morgun, miðvikudag, halda íslensku þátttakendurnir á Nordic Camp í Finnlandi. 

Æfingarprógrammið verður strangt en strax annað kvöld verður æft til klukkan 21:30.  Dagarnir hefjast klukkan 9 og þeim lýkur klukkan 21 á kvöldin.

Þetta verður án efa góð æfing fyrir þátttakendur og þau munu koma heim reynslunni ríkari.

Frá Íslandi fara Gunnar Bjarki Björnsson, Thomas Þór Thomsen, Ivalu Birna Falck-Petersen og Margrét Jóhannsdóttir. 

Með þeim í för verður Vignir Sigurðsson þjálfari hjá TBR.  Hann fer á þjálfaranámskeið á sama stað og verður jafnframt fararstjóri hópsins.

Skrifað 4. ágúst, 2009
mg