Annar dagurinn í Sumarskólanum var viđburđaríkur

Annar dagurinn í Sumarskólanum hjá Badminton Europe var mjög viðburðarríkur.

Sumarskólinn er stærsti einstaki viðburðurinn hjá BE. Þátttakendur í Sumarskólanum eru í stífri þjálfun í eina viku, frá 11. til 18. júlí, í Karlskróna í Svíþjóð undir handleiðslu frábærra þjálfara.

Nýir þjálfarar hafa bæst í hópinn frá liðnum árum og koma þau sterk til leiks með aukna alþjóðlega reynslu. Steen Pedersen, fyrrum yfirþjálfari danska landsliðsins, gefur þátttakendum góð ráð úr sínum mikla reynslubanka. Salim Bin Sameon frá Malasíu er einnig hokinn af reynslu og bætir við mikilli þekkingu í þjálfunina. Myndin hér sýnir þá félaga að störfum.

Vinstri mynd

Peter Gustafsson frá Svíþjóð er einnig að þjálfa í Sumarskólanum í fyrsta sinn. Það var þó ekki að sjá þegar Peter ásamt tveimur samstarfsþjálfurum í Sumarskólanum leiddi lið sitt til sigurs í keppni dagsins.

Leikið var með sama fyrirkomulagi og á HM (fimm leikir samtals í einliðaleik karla og kvenna, tvenndarleik og tvíliðaleik karla og kvenna). Allir í hverju liði léku einn leik. Hér getur að líta vinningsliðið.

Þatttakendur

Aftari röð frá vinstri: Jonas Maes (Belgíu), Anton Kaisti (Finnlandi), Gregor McVean (Skotlandi), Leroy Brom (Hollandi), Haukur Stefánsson, Peter Gustafsson (Svíþjóð) og Patricia Perez (Spáni). Fremri röð frá vinstri: Antria Chrysostomou (Kýpur), Getter Saar (Eistlandi), Anna Demmelmayer (Austurríki) og Cathrine Fossmo (Noregi).

 

Skrifađ 17. júlí, 2009
mg