Nordic Camp í Finnlandi í ágúst

Árlegar æfingabúðir (Nordic Camp) verða haldnar í Finnlandi þetta árið. Þetta er samstarfsverkefni Badmintonsambanda á Norðurlöndum. Æfingabúðirnar verða í Helsingfors í Finnlandi dagana 5. ágúst til 9. ágúst.

Íslensku þátttakendurnir eru Gunnar Bjarki Björnsson, Thomas Þór Thomsen, Margrét Jóhannsdóttir og Ivalu Birna Falck-Petersen. Þátttakendurnir eru allir frá TBR nema Ivalu sem æfir með TBA. Gunnar Bjarki er þrefaldur Íslandsmeistari U15 en hann náði fyrsta sæti í einliðaleik á Íslandsmóti unglinga. Í tvíliðaleik varð hann í fyrsta sæti auk Thomasi Þór Thomsen. Í tvenndarleik varð hann í fyrsta sæti með Margréti Jóhannsdóttur. Margrét er Íslandsmeistari í einliðaleik U15.

Vignir Sigurðsson úr TBR fer með strákunum til Finnlands þar sem hann verður þátttakandi í þjálfaranámskeiði sem keyrt er samhliða æfingabúðunum.

 

Verðlaunaafhending á Íslandsmóti unglinga 2009

 

Skrifađ 6. júlí, 2009
mg