Claek og Robertson sigruðu í Singapúr

Anthony Clark og Nathan Robertson náðu í dag sínum besta árangri í tvíliðaleik karla þegar þeir sigruðu á Aviva Singapore Open. Þeir félagar eru fyrrum silfurverðlaunahafar á EM.

Í úrslitum sigruðu þeir Heims- og Ólympíumeistarana Markis Kido og Hendra Setiawan. Það sem kom á óvart við sigurinn hjá Englendingunum Robertson frá Nottingham og Clark frá Derby þegar þeir unnu Indónesana 21-12 21-11 að leikurinn tók aðeins 26 mínútur og voru Englendingarnir ávallt með forystu.

Þetta var þeirra fyrsti titill í Super Series saman og þeirra fyrsti alþjóðlegi sigur síðan þeir hófu að leika saman eftir að hafa orðið í öðru sæti á EM 2004. Kido og Setiawan hafa frá sigri á Ólympíuleikunum í síðasta sumar China Masters, Denmark Open, French Open og Asíuleikanna og hafa þeir verið langöflugastir í tvíliðaleik karla þangað til þeir biðu lægri hlut fyrir Clark og Robertson.

Ensku spilararnir voru fyrir mótið í 19. sæti á heimslistanum en þeir eru báðir fæddir árið 1977.

Skrifað 15. júní, 2009
mg