Ragna númer 53 á nýjum heimslista

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 53 á nýja listanum og hefur fallið um átta sæti síðan í síðustu viku sem þó er 25 sæta bæting frá áramótum. Ef aðeins eru skoðaðir leikmenn frá Evrópulöndum á heimslistanum kemur í ljós að Ragna er í 18.sæti listans. Hægt er að smella hér til að skoða heimslistann nánar.

Næsta mót Rögnu er Ungverska opna mótið sem hefst í Búdapest í dag. Ragna hefur leik í mótinu á morgun en nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.

Skrifað 1. nóvember, 2007
ALS