Ársþing BSÍ er á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 20. maí klukkan 18:00, verður ársþing Badmintonsambandsins haldið í sal ÍSÍ í Laugardalnum.  Dagskrá þingsins er með hefðbundnum hætti:

43. Ársþing Badmintonsambands Íslands
Íþróttamiðstöðinni Laugardal
20. maí 2009

Dagskrá þings
1. Þingsetning
2. Kosin kjörbréfanefnd sem gerir grein fyrir störfum sínum áður en næsti dagskrárliður hefst.
3. Kosning fyrsta og annars þingforseta.
4. Kosning fyrsta og annars þingritara.
5. Kosnar fastar nefndir:
a. Fjárhagsnefnd
b. Laganefnd
c. Kjörbréfanefnd
d. Allsherjarnefnd
e. Kjörnefnd
6. Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
7. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga BSÍ.
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
9. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
10. Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær sem fram hafa komið.
11. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál, sem borist hafa til stjórnarinnar.

ÞINGHLÉ

12. Nefndarálit og tillögur, umræður og atkvæðagreiðsla um fram komin mál.
13. Önnur mál.
14. Tillögur kjörnefndar.
15. Kosning stjórnar sbr. 9. grein í lögum BSÍ.
16. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara.
17. Kosning fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, á því þingi sem næst er í Íþróttaþing.
18. Þingslit.

 

Skrifað 19. maí, 2009
mg