Fimmta sćti í 4. riđli í Kína

Íslenska landsliðið í badminton endaði í fimmta sæti í 4. riðli á heimsmeistaramótinu eftir glæsilegan 3-0 sigur á Suður-Afríku.

Magnús Ingi Helgason byrjaði á að vinna mótherja sinn í einliðaleik karl tvær lotur gegn einni, 21:15, 19:21 og 21:14 og Tinna Helgadóttir lék sama leikinn í einliðaleik kvenna, vann í tveimur lotum 21:8 og 21:17.

Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson unnu mótherja sína í tvíliðaleik karla í tveimur lotum 24:22 og 21:12 og þar með þurfti ekki að leika tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik.

Skrifađ 17. maí, 2009
mg