Afmćlishátíđ BSÍ

Badmintonsamband Íslands verður 40 ára þann 5.nóvember næstkomandi. Í tilefni af afmælinu hefur verið mikið um að vera á árinu. Helvetia Cup, Evrópukeppni B-þjóða, var haldin í Laugardalshöll í janúar og bætt var við einu stöðugildi á skrifstofu sambandsins í haust.

Laugardaginn 10.nóvember næstkomandi verður síðan blásið til afmælishátiðar þar sem allt badmintonáhugafólk er boðið velkomið. Afmælishátíð fer fram í TBR-húsinu (litla salnum) kl. 15.00-16.30. Boðið verður uppá veitingar, heiðursviðurkenningar afhendar o.fl. skemmtilegt.

Boðskort hefur verið sent út til allra aðildarfélaga BSÍ og fyrrverandi stjórnarmanna sambandsins. Smellið hér til að skoða boðskortið. Endilega látið sem flesta áhugamenn um badminton í kringum ykkur vita af hátíðinni.

Skrifađ 1. nóvember, 2007
ALS