Stórsigur gegn Mongólíu

Íslenska landsliðið vann í gær stórsigur á landsliði Mongólíu 5-0.

Í einliðaleik kvenna vann Karitas Ósk Ólafsdóttir Munkhchimeg Mendjargal 21-3 og 21-6.

Í einliðaleik karla sigraði Helgi Jóhannesson Enkhbat Olobayar 21- og 21-19.

Karítas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir sigruðu í tvíliðaleik kvenna Munkhchimeg Mendjargal 21-4 og 21-6.

Í tvenndarleik unnu Atli Jóhannesson og Tinna Helgadóttir Enkhbat Olonbayar og Gerelmaa Bachuluun 21-7 og 21-10.

Í tvíliðaleik karla unnu Atli Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason Davaasuren Battur og Zolzaya Munkhbaatar 21-18 og 21-7.

Íslenska landsliðið sigraði í þremur leikjum og tapaði einum í fjórða riðli B. Landsliðið endaði í þriðja sæti á eftir Litháen og Portúgal með jafnmarga sigra en færri stig.

Úrslit riðilsins má nálgast hér.

Í dag verður leikið gegn landsliði Suður Afríku en þeir enduðu í þriðja sæti í fjórða riðli A. Suður Afríka unnu landslið Lúxemborgar og Tyrklands í sínum riðli en töpuðu fyrir landsliðum Filipseyja og Sviss.

Skrifað 15. maí, 2009
mg