Naumur ósigur í Kína

Íslenska landsliðið tapaði í gær naumlega fyrir landsliði Litháen 2-3.

Í einliðaleik kvenna tapaði Karitas Ósk Ólafsdóttir fyrir Akvile Stapusaityte 21-10 og 21-10.

Í einliðaleik karla tapaði Atli Jóhannesson fyrir Kestutis Navickas 21-14 og 21-7.

Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir töpuðu í tvíliðaleik kvenna fyrir Kristina Dovidaityte og Akvile Stapusaityte 21-17 og 24-22.

Í tvenndarleik unnu Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir Klaudijus Kasinskis og Kristina Dovidaityte 15-21 og 14-21.

Í tvíliðaleik karla unnu Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason Kestutis Navickas og Ramunas Stapusaitis 23-21, 15-21 og 7-21.

Úrslit mótsins má nálgast hér.

Í dag verður leikið gegn landsliði Srí Lanka en stöðuna í riðli 4 má nálgast hér.

Skrifað 13. maí, 2009
mg