Ađalfundur BWF

Aðalfundur Badminton World Federation (BWF) var haldinn í Guangzhou í Kína í gær. Dr. Kang Young Joong frá Kóreu var endurkjörinn formaður til næstu fjögurra ára.

Fundinn sóttu gestir frá 131 aðildarríki sambandsins.

Kann fékk 162 atkvæði og hafði betur en Dato’ Seri Andrew Kam Tai Yeow frá Malasíu sem fékk 70 atkvæði.

Kann lagði áherslu á að vinna áfram af metnaði fyrir íþróttina eins og hann hefur gert síðustu fjögur árin í formannsstarfi sínu. Halda þurfi áfram að kynna íþróttina af kappi og leggja þurfi áherslu á þróunarlöndin.

Bandaríkjamaðurinn Paisan Rangsikitpho var kjörinn varaformaður og atti hann kappi við fyrrum varaformann sambandsins Ástralann Robin Bryant. Paisin hlaut 167 atkvæði á móti 59 atkvæðum Robins.

Skrifađ 11. maí, 2009
mg