═slenska landsli­i­ fari­ til KÝna

Íslenska landsliðið er lagt af stað til Kína til að spila fyrir Íslands hönd á Sudirman Cup 2009.

Mótið fer nú fram í 11. sinn og er haldið borginni Guangzhou í Kína og stendur yfir daganna 10. – 17. maí n.k.

Í borginni Guangzhou er mikill áhugi og rík hefð fyrir badminton. Opna kínverska mótið var haldið í borginni árin 2005 til 2007 og Thomas og Uber Cup árið 2002.

Mótið er liður í því markmiði borgaryfirvalda í Guangzhou að halda einn verulega stóran íþróttaviðburð árlega en Asíuleikarnir verða haldnir í borginni á næsta ári.

Skrifa­ 4. maÝ, 2009
mg