Svíar sigursćlir í Portúgal

Hinn sænski Magnus Sahlberg spilaði af sannri snilld á Alþjóðlegu portúgalska mótinu 2009 og sigraði örugglega Magnus vann Christian Lind frá Danmörku í úrslitum einliðaleiks karla.

Svíar unnu einnig í tvíliðaleik kvenna en þar áttu í hlut Emelie Lennartsson og Emma Wengberg. Þær unnu Sanni Rautala og Noora Virta frá Finnlandi í úrslitum.

Í einliðaleik kvenna komst Telma Santos í úrslitaleik mótsins í fyrsta sinn en hún var á heimavelli og var því studd dyggilega af áhorfendum. Telma þurfti að láta í minni pokan fyrir stigahæstu og þaulreyndu ensku stúlkunni Jill Pittard.

Lukasz Moren og Natalia Pocztowiak frá Póllandi unnu úrslitaleikinn í tvenndarleik en þau spiluðu gegn Rússunum Nikita Khakimov og Liubov Chudentseva.

Mótið var haldið í 44. skipti. Nálgast má öll úrslit mótsins hér.

Skrifađ 4. maí, 2009
mg