Vormót trimmara 2009

Opið Vormót trimmara 2009 í badminton verður haldið í TBR-húsum sunnudaginn 10. maí n.k.

Keppt verður í einliða- tvíliða- og tvenndarleik.  Þátttaka er öllum badmintontrimmurum heimil.

Keppni hefst kl. 11.00 í einliðaleik, en um kl. 13.00 má ætla að keppni í tvíliðaleik geti hafist. Tvenndarleikurinn verður þar á eftir. Þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk.

Mótsgjöld eru kr. 1500 í einliðaleik og kr. 1200 í tvíliða- og tvenndarleik.

Þátttöku skal tilkynna til TBR í síðasta lagi kl. 12.00 föstudaginn 8 .maí. n.k.

Skrifađ 26. apríl, 2009
mg