Evrópumeistarar U-19 krýndir

Í dag var spilað til úrslita í Evrópumeistaramóti U19 í Mílanó á Ítalinu. Danir voru sigursælir þar sem Emil Holst vann í einliðaleik karla og Anne Hald vann í einliðaleik kvenna. Emil Holst spilaði til úrslita í tveimur úrslitaleikjum á mótinu.

Í einliðaleik karla vann Emil Holst Walesbúann Jamie van Hooijdonk 21-12 og 21-11. Bronsverðlaunin komu í hlut Steffen Rasmussen frá Danmörku og Kasper Lehikoinen frá Finnlandi.

Í tvenndarleik áttust við Jacco Arends/Selena Piek frá Hollandi og Þýskalandi á móti Þjóðverjunum Jonas Geigenberger og Fabienne Deprez. Þjóðverjarnir byrjuðu vel og unnu fyrstu lotu 21-16. Í annarri lotu leiddu Þjóðverjarnir með þremur stigum en töpuðu að lokum 22-20. Í oddalotunni unnu Þjóðverjarnir naumlega 21-19. Bronsverðlaunin komu í hlut Ben Stawski og Lauren Smith frá Englandi og Morten Bodskov og Sara Thygesen frá Danmörku.

Úrslitaleikur í einliðaleik kvenna var jafn og langur. Spænska 15 ára undrabarnið Carolina Maria Marin mætti Dananum Anne Hald í leik sem bauð upp á allt sem sannir úrslitaleikir eiga að bjóða uppá. Carolina vann fyrstu lotu 21-18. Anne svaraði í næstu lotu með því að vinna með sama mun 21-18. Í oddalotu reyndir á taugar keppenda. Anne Hald leiddi lotuna og komst í 15-10 en þá hrökk Carolina í gírinn og jafnt var 19-19 en Anne vann síðustu tvö stigin og leikinn þar með 21-19. Bronsið kom í hlut Lianne Tan frá Belgíu og Natalia Perminova frá Rússlandi.

Í tvíliðaleik karla fóru Sam Magee frá Írlandi og Sylvain Grosjean auðveldlega í úrslitaleikinn og mættu þar Dönunum Emil Holst og Mads Pedersen. Sam og Sylvain unnu fyrstu lotu 27-25 en Danirnir svöruðu í þeirri næstu 21-14. Í oddalotu hófu Sam og Sylvain leikinn af krafti og komust í 16-8 en Danirnir veittu harða mótspyrnu sem dugði þó ekki til því Sam og Sylvain unnu 21-18. Bronsverðlaunin komu í hlut Danana Niclas Nohr og Steffen Rasmussen sem og Þjóðverjana Jonas Geigenberger og Andreas Heinz.

Mótinu lauk með tvíliðaleik kvenna þar sem Rússarnir Anastasia Chervyakova og Romina Gabdullina mættu Þjóðverjunum Selena Peik og Iris Tabeling. Það tók þær rússneksu ekki nema níu mínútur að vinna fyrstu lotu 21-13. Rússnesku stúlkurnar unnu næstu lotu einnig 21-13 og urðu þar með Evrópumeistarar. Bronsverðlaunin fengu ensku stúlkurnar Sarah Milne og Jessica Fletcher og rússnesku stúlkurnar Elena Komendrovskaya og Ksenia Polikarpova.

Skrifađ 12. apríl, 2009
mg