Árangur íslensku keppendanna í Mílanó

Þann 8. apríl mættu Kjartan Pálsson og Sunna Ösp Runólfsdóttir litháenska parinu Ramunas Stapusaitis og Oksana Jaciuk. Leiknum lauk með ósigri okkar fólks 21-11 og 21-16.

Ragnar Harðarson og Jóhanna Jóhannesdóttir mættu enska parinu Mark Middleton og Alyssa Lim. Okkar par tapaði 21-10 og 21-6.

Egill Guðlaugsson mætti síðar um daginn Frakkanum Alexandre Francoise og tapaði 21-13 og 21-11.

Rakel Jóhannsdóttir mætti ungversku stúlkunni Laura Sarosi og tapaði í þriggja lotu leik 12-21, 21-11 og 21-4.

Egill Guðlaugsson og Kári Gunnarsson gerðu sér lítið fyrir og unnu Króatana Juraj Denzic og Josip Uglesic 17-21, 21-11 og 21-9.

Keppnisdeginum hjá okkar fólk lauk svo með tapi Jóhönnu Jóhannesdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur gegn Nika Koncut frá Slóveníu og Alexandra Mathis frá Austurríki 21-11 og 21-19.

Þann 9. apríl áttu Kári Gunnarsson og Egill Guðlaugsson í höggi við Tyrkina Emre Arslan og Huseyin Oruc. Okkar menn töpuðu naumlega 11-21, 21-19 og 23-25. Þar með féllu okkar menn út í 32 liða úrslitum.

Síðar um daginn áttu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannsdóttir í höggi við rússnesku stúlkurnar Elena Komendrovskaya og Ksenia Polikarpova. Þær rússnesku reyndust ofjarlar okkar stúlkum og unnu 21-9 og 21-6. Rakel og Elín Þóra féllu þar með úr leik í 32 liða úrslitum. Þær rússnesku enduðu í þriðja sæti á mótinu.

Skrifað 11. apríl, 2009
mg