Úrslitin í Mílanó nálgast

Eftir úrslit dagsins er orðið ljóst hver munu mætast í undanúrslitum á sunnudaginn. Leikir dagsins voru verulega vel spilaðir. Í undanúrslitum spila leikmenn frá 11 löndum.
Í einliðaleik karla vann Emil Holst frá Danmörku góðan Sigur á Pedro Martins frá Portúgal og leikur við Kasper Lehikoinen frá Finnlandi. Áhugavert verður að fylgjast með viðureigninni þar sem Emil sló út hinn geysiöfluga Pedro en Kasper vann Emil í viðureign þeirra landsliðakeppninni. Jamie van Hooijdonk frá Wales mun í hinni undanúrslitaviðureigninni kljást við Danann Steffen Rasmussen. Jamie vann Matevz Bajuk frá Slóveíu í átta manna úrslitum en Steffen vann Richard Domke frá Þýskalandi.

Natalia Perminova frá Rússlandi sigraði Iris Tabeling frá Hollandi í átta manna úrslitum í einliðaleik kvenna. Hún mun eiga í höggi við Anne Hald frá Danmörku í undanúrslitum. Anne vann Ksenia Polikarpova frá Rússlandi. Hinn undanúrslitaleikurinn verður háður af Lianne Tan frá Belgíu og 15 ára spænska undrabarninu Carolina Maria Marin. Carolina hefur spilað stórkostlegt badminton á mótinu.

Í tvenndarleikjum eigast við pör frá fjórum mismunandi löndum. Jacco Arends/Selena Piek frá Hollandi spila við Ben Stawski/Lauren Smith frá Englandi meðan Morten Bodskov/Sara Thygesen frá Danmörku spila við Jonas Geigenberger/Fabienne Deprez frá Þýskalandi.

Rússar eiga tvö pör í undanúrslitum í tvenndarleik. Anastasia Chervyakova/Romina Gabdullina unnu Anne Skelbaek/Anne Hald frá Danmörku í þremur spennandi lotum og leika gegn Jessica Fletcher/Sarah Milne frá Englandi. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Elena Komendrovskaya/Ksenia Polikarpova í höggi við Selena Piek/Iris Tabeling frá Hollandi.

Í tvíliðaleika karla hafa Sam Magee frá Írlandi og Sylvain Grosjean frá Frakklandi spilað af gríðarlegu öryggi. Þeir hafa ekki átt í vandræðum í einni einustu lotu en þeir eiga í höggi við Danina Steffen Rasmussen og Niclas Nohr. Í hinum undanúrslitaleiknum mæta Þjóðverjarnir Jonas Geigenberger og Andreas Heinz Dönunum Emil Holst og Mads Pedersen.

Skrifað 10. apríl, 2009
mg