BadmintonŠfingar a­ hefjast ß Ůˇrsh÷fn

Fulltrúi frá Badmintonsambandi Íslands heimsótti Sveitarfélagið Langanesbyggð heim í síðustu viku. Þar er til staðar glæsilegt fimm badmintonvalla íþróttahús og voru Þórshafnarbúar og nærsveitungar spenntir fyrir því að kynnast badmintoníþróttinni betur.

Krakkar í 4.-10.bekk Grunnskólans á Þórshöfn og nemendur Svalbarðsskóla, alls um 60 krakkar fengu kynningu á íþróttinni ásamt hópi kvenna sem spilar badminton saman tvisvar í viku í íþróttahúsinu. Um nokkuð langt skeið hafa fullorðnir spilað badminton í íþróttahúsinu og áður samkomuhúsinu á Þórshöfn en þar hafa ekki verið í boði æfingar fyrir börn og unglinga. Eina íþróttagreinin í boði í sveitarfélaginu fyrir yngri kynslóðina hefur undanfarin ár verið knattspyrna.

Eftir heimsókn Badmintonsambandsins til Þórshafnar var hinsvegar ákveðið að hefja þar æfingar í badminton og hafa tveir áhugasamir einstaklingar sem hafa spilað badminton sér til gamans um árabil tekið að sér að stjórna æfingunum sem verða tvisvar í viku.

Badmintonsambandið óskar íbúum Langanesbyggðar góðs gengis með æfingarnar og vonar að þær eigi eftir að halda áfram um ókomin ár. Heimasíða sveitarfélagsins er www.thorshofn.is.

Skrifa­ 30. oktober, 2007
ALS