Evrópumót U19 hefst á morgun í Mílanó á Ítalíu

Evrópumót U19 ára er nú haldið á í Mílanó á Ítalíu. Keppt verður í liðakeppni og einstaklingskeppni og hefst liðakeppnin á morgun föstudag og er okkar fyrsti leikur gegn Póllandi kl. 15 að íslenskum tíma. 30 lið eru skráð til leiks og erum við í riðli með Þýskalandi og Eistlandi auk Póllands. Á laugardag kl. 11 að íslenskum tíma spilum við gegn þjóðverjum og á sunnudag verður spilað snemma gegn eistum eða kl. 7 að íslenskum tíma. Heimasíða Evrópumótsins er; http://lnx.eurojunior2009.org/. Fylgjast má með framgangi liðakeppninnar á; http://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=26589.

Lið Íslands gegn Póllandi er þannig skipað;
Kári Gunnarsson - einliðaleikur
Rakel Jóhannesdóttir - einliðaleikur
Kári Gunnarsson og Egill Guðlaugsson - tvíliðaleikur
Rakel Jóhannesdóttir og Sunna Runólfsdóttir - tvíliðaleikur
Egill Guðlaugsson og Elín Þóra Elíasdóttir - tvenndarleikur

Aðrir leikmenn íslenska landsliðsins eru;
Kjartan Pálsson TBR
Ragnar Harðarson ÍA
Margrét Jóhannsdóttir TBR

Í kvöld fór fram opnunarhátíð Evrópumótsins og tóku allar þjóðir þátt í henni. Spilað er í alveg nýstandsettri badmintonhöll hér í Mílanó, svo nýstandsettri að enn er verið að klára að koma öllu í stand fyrir leiki morgundagsins en fyrstu leikir eru klukkan 9 í fyrramálið.

Skrifað 2. apríl, 2009
SGB