Jóhann og María fara til Belgíu

Sigrún María Valsdóttir BH og Halldór Reynisson ÍA voru hluti af landsliðshópnum U-17 sem er að fara til Belgíu. Því miður bakbrotnaði Halldór og Sigrún fótbrotnaði á Íslandsmótinu. Það er því ljóst að þau komast ekki til Belgíu.

Árni Þór hefur valið Jóhann Felix Jónsson TBR og Maríu Árnadóttur TBR í þeirra stað.

Auk þeirra fara Kristinn Ingi Guðjónsson BH, ólafur Örn Guðmundsson BH, Nökkvi Rúnarsson TBR,Elín Þóra Elíasdóttir TBR, Jóhanna Jóhannsdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir á VICTOR JUNIOR OLVE TOURNAMENT í Belgíu.

Skrifað 31. mars, 2009
mg