Erla og Tinna sigruđu í tvíliđaleik kvenna

Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH, og Tinna Helgadóttir, TBR, eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2009. Þær sigruðu í úrslitaleik Vigdísi Ásgeirsdóttur og Elsu Nielsen, TBR, 21-19 og 21-19.

Úrslitaleikurinn í tvíliðaleik kvenna var mjög jafn og skemmtilegur. Liðin skiptust á að hafa forystu og skemmtu áhorfendum með frábæru spili. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra Erlu og Tinnu í tvíliðaleik kvenna. Tinna sigraði þrefalt á Meistaramóti Íslands í ár og er sautjándi leikmaðurinn frá upphafi sem nær þeim árangri.

Sigur Erlu og Tinnu er sérstaklega ánægjulegur fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meistaraflokki og ekki skemmir fyrir að hann skuli hafa komið í hús á 50 ára afmælinu. Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands 2009.

Skrifađ 29. mars, 2009
BH