Magn˙s Ingi og Helgi sigru­u ■ri­ja ßri­ Ý r÷­

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2009 eru Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson, TBR. Þeir sigruðu í úrslitaleiknum þá Brodda Kristjánsson og Þorstein Pál Hængsson, TBR, 21-12 og 21-15. Þetta er þriðja árið í röð sem Magnús Ingi og Helgi sigra í tvíliðaleiknum og hafa þeir því unnið sér Íslandsmeistarabikarana til eignar. Sigur Magnúsar og Helga var nokkuð öruggur en þeir Broddi og Þorsteinn áttu góða spretti og þá sérstaklega í seinni lotunni.

Síðasti leikur Meistaramótsins, tvíliðaleikur kvenna, er nú í gangi. Þar mæta þær Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir, TBR þeim Tinnu Helgadóttur og Erlu Hafsteinsdóttur, TBR/BH. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton.

Skrifa­ 29. mars, 2009
BH