Fyrsti einli­aleikstitill Tinnu

Tinna Helgadóttir, TBR, er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna 2009. Hún sigraði í úrslitaleik Karitas Ósk Ólafsdóttur frá Akranesi 21-14 og 21-12. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik. Karitas Ósk sem í dag lék í fyrsta sinn í úrslitum á Meistaramóti Íslands í badminton veitti Tinnu harða keppni og þá sérstaklega í fyrri lotunni.

Nú er í gangi tvíliðaleikur karla þar sem Íslandsmeistarar síðasta árs þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason, TBR, mæta Brodda Kristjánssyni og Þorsteini Páli Hængssyni, TBR. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Meistaramót Íslands í badminton með því að smella hér.

Skrifa­ 29. mars, 2009
BH